Um Elvo
Elvo er samskipta- og samstarfslausn fyrir þá sem vilja veita framúrskarandi þjónustu. Elvo tekur á móti öllum fyrirspurnum, hvaðan sem þær berast, og notar gervigreind til að spara tíma starfsfólks og miðla svörum til viðskiptavina á einfaldan og skilvirkan hátt. Elvo stenst allar kröfur nútímans um hraða og góða þjónustu með aðstoð þess besta sem gervigreind hefur upp á að bjóða. Á sama tíma tryggjum við að tæknin komi aldrei á kostnað upplifunar viðskiptavina.
Framkvæmdastjóri
Stefán Hirst Friðriksson leiðir uppbyggingu Elvo með þarfir fyrirtækja og viðskiptavina þeirra að leiðarljósi. Stefán starfaði áður sem sölustjóri hugbúnaðarlausna hjá Origo og þar áður hjá Símanum sem deildar- og sölustjóri á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði.
Stefán lauk MS-gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og BA-gráðu í stjórnmálafræði með viðskiptafræði sem aukagrein frá sama skóla.
Stjórn

Björn Brynjúlfur Björnsson
Formaður
Björn Brynjúlfur er stofnandi Elvo og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Hann hefur víðtæka reynslu af uppbyggingu hugbúnaðarfyrirtækja og stofnaði áður Moodup og Frama. Björn situr einnig í stjórnum Kjarna-Moodup og Háskólans í Reykjavík.

Davíð Tómas Tómasson
Meðstjórnandi
Davíð Tómas leiðir vöxt (e. Chief Growth Officer) hjá Kjarna-Moodup. Hann tók þátt í uppbyggingu Moodup og var framkvæmdastjóri félagsins þegar það var selt til Skyggnis árið 2025 og sameinaðist Kjarna í kjölfarið.

Stefán Jökull Stefánsson
Meðstjórnandi
Stefán Jökull er stjórnarformaður fjártæknifyrirtækisins Kríta. Hann hefur fjölbreytta reynslu af stjórnar- og frumkvöðlastörfum í gegnum árin. Hann sat meðal annars í stjórn Moodup, auk þess að byggja upp Withsara, Sensivo, Heimkaup og fleiri fyrirtæki.
